Föstudagur, 23. júlí 2010
Eðlilegur dómur
Í tilkynningu frá Lýsingu segir að fyrirtækið telji fordæmisgildi dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá því morgun, þar sem miðað skuli við óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands, takmarkað vegna þess að það lá fyrir áður en málið var höfðað að dómnum yrði áfrýjað til Hæstaréttar óháð því hver niðurstaðan yrði.
Mikilvægi þessa dóms felst fyrst og fremst í því að dómurinn er nauðsynlegur áfangi til að ná fram endanlegri niðurstöðu í þessu mikilvæga máli," segir í tilkynningunni.
Niðurstaðan muni þó ekki liggja fyrir fyrr en Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn dóm, en vonir standa til þess að það geti orðið nú í september.(visir.is)
Mér virðist dómur Héraðsdóms í morgun nokkuð eðlilegur.Samkvæmt því verða vextir "erlendra" bílalána svipaðir og vextir verðtryggðra lána.Það er ekki óeðlilegt.Ef Hæstiréttur staðfestir slíka niðurstöðu ætti ekki að vera hætta á nýju bankahruni.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.