Laugardagur, 24. júlí 2010
Magma málið leyst í næstu viku?
Katrín Júlíusdóttir aftekur með öllu að þingflokkur VG hafi komið þeirri skýlausu kröfu á framfæri við Samfylkinguna að fundin yrði leið til að rifta kaupum kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku.
Fimm ráðherrar hittust í gær til þess að fara yfir stöðu málsins. Við erum að vinna málið í sameiningu og það er ekki þannig að einn þingflokkurinn sé að stilla sér upp gegn hinum heldur erum við samstíga í því hvernig við ætlum að vinna þetta og við erum að fara í gegnum það núna," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
Katrín segir að forsætisráðherra, fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra hafi hist reglulega síðan í fyrravetur og fundað um auðlinda-, orku- og atvinnumál. Í gær hafi svo bæst við efnahags- og viðskiptaráðherra vegna Magma málsins. Við erum að vinna þetta og það mun einhver niðurstaða úr þeirri vinnu líta dagsins ljós í næstu viku. Það hefur verið máluð upp mynd af einhverri ósamstöðu um málið en það er ekki djúp gjá," segir Katrín.
(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ágætt, ef satt reynist, Björgvin minn.
Ég vona svo sannarlega, að stjórninni takist að stytta samningstímann niður í 25-30 ár a.m.k. til að lægja reiðiöldurnar, sem brotna á þessu máli.Hafðu þökk fyrir að vekja athygli á stöðunni, það er styrkur í mönnum, sem halda ró sinni á víðsjáverðum tímum.
Með bloggvinar kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 24.7.2010 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.