Sunnudagur, 25. júlí 2010
Vill VG sprengja ríkisstjórnina?
Samkvæmt fréttum samþykkti þingflokkur VG að rifta ætti samningi um kaup Magma á hlut í HS Orku.Iðnaðarráðherra segir,að ríkið geti ekki rift samningum einkaaðila.Erfitt er að sjá hvað VG gengur til. Reglulega verður eitthvert upphlaup hjá VG. Einn daginn er það út af umsókn Íslands um aðild að ESB.Annan daginn er það vegna viðræðna um Icesave og nú er það út af samningum Magma. Ljóst er,að það er einhver óróleg deild innan VG sem virðist óánægð með stjórnarsamvinnuna.Hvort þessi deild vill sprengja stjórnina og hleypa Sjálfstæðisflokknum að völdum er hins vegar óljóst. Ef til vill er þessi óróleiki einkum ætlaður fjölmiðlum og til áróðurs.
Þegar Magma gerði samninginn um kaup á hlut í HS Orku heyrðist lítið frá VG.Nefnd um fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi samþykkti fjárfestingu Magma á Íslandi.Það var löngu síðar að órólega deildin í VG fór í gang. Samkvæmt lögum um fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi mega aðeins íslenskir ríkisborgarar og lögaðilar á EES svæðinu fjárfesta í fyrirtækjum,sem dreifa og vinna orku.Sænska fyriurtækið,sem fjárfestir á Íslandi fyrir Magma er sænskur lögaðili,nokkurs konar eignarhaldsfélag,sem ekki hefur aðra starfsemi en eignarhald. Slíkt félag er löglegur lögaðili.Heimild er í lögum um fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi til þess að rifta samningi eins og samningi Magma ef öryggu landsins er ógnað.Ekki er um það að ræða í þessu tilviki. Þess vegna er engin heimild til þess að rifta samningi þeim,sem Magma gerði.
Það eina,sem unnt er að gera er að semja við Magma um styttingu nýtingartímans. Og riftun gerist ekki nema með samkomulagi við Magma.Það yrði íslenska ríkiinu gífurlega dýrt, ef fara ætti í slíka samninga. Mér virðist samningurinn við Magma alls ekki hættulegur. Það er ekki verið að selja útlendingum orkuauðlindir heldur aðeins nýtingarrétt. Að sumu leyti er hér stormur í vatnsglasi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.