Héraðsdómur: Neytendasjónarmið réttlæta ekki lága vexti

Hvorki neytendasjónarmið né staða lántakenda og lánveitenda réttlæta það að lántakendur greiði aðeins samningsvexti af gengistryggðum bílalánum. Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Bílalántakandanum og Lýsingu hefðu báðum átt að vera ljóst að lánið var verðtryggt með gengistryggingu og vextirnir því í samræmi við það. Í dómnum segir að dæma beri Lýsingu í vil þar sem að lántakandanum hefðu aldrei boðist svo lágir vextir hefði hann ekki valið að gengistryggja lánið.

Dómarinn metur því deiluna svo að dæma beri lántakandann til að greiða þá upphæð sem hann hefði annars sammælst um við Lýsingu - án tillits til villu þeirra beggja, eins og það er orðað.

Því ákvað dómarinn að dæma lántakandann til þess að greiða óverðtryggða vexti Seðlabankans frekar en verðtryggða. Hann vísaði til grunnraka samningaréttarins um sanngirni, sem og til neytendasjónarmiða - því þau samningskjör væru lántakandanum í hag. Lögmaður lántakandans sagði í gær að dómarinn hefði algjörlega litið framhjá sjónarmiðum neytendaréttar. Málinu verði áfrýjað. Og það er staða málsins í dag. Réttaróvissunni vegna gengistryggðu bílalánanna verður ekki endanlega eytt fyrr en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm.(ruv.is)

Ég er sammála héraðsdómi. Ég tel fráleitt,að þeir sem tóku gengistryggð lán sæti mikið betri kjörum en hinir sem tóku verðtryggð lán Sanngjarnast er að hér gæti nokkurs jafnræðis.

Björgvin Guðmundsson

 

frettir@ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Bankar settu þessi lán á markaðinn með tilteknum vöxtum. Segjum svo að gengið hafi haldist óbreytt allan lánstímann hvað hefðu bankarnir gert þá? Er ekki kristaltært að stjórnendur bankanna höfðu vitneskju um bágborna stöðu bankanna sem almenningur hafði ekki, tóku síðan stöðu gegn krónunni þannig að þeir gátu hagnast á þessum lánum. Var ekki almenningur beittur svikabrögðum og prettum í sambandi við þessi lán? Svikin og gölluð vara var sett á markaðinn og er eðlilegt að lántakar þurfi að borga brúsann? Ef fólk hefði vitað hvað var í gangi bak við tjöldin í bönkunum hefði enginn tekið þessi lán.

Edda Karlsdóttir, 25.7.2010 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband