Mánudagur, 26. júlí 2010
Of seint að ógilda samning Magma
Björg Thorarensen prófessor bendir á,að það sé of seint að ógilda samning Magma,þar eð samkvæmt lögum þurfi að ógilda samning um fjárfestingu erlends aðila á Íslandi innan 8 vikna frá því að samningur um slíka fjárfestingu væri tilkynntur. Það var ekki gert og því er það of seint nú.Auk þess þurfa að vera mjög ríkar ástæður ef ógilda á slíkan samning svo sem að almannahagsmunum sé ógnað.Aðalatriðið er þó að þetta er orðið of seint. Þingmenn VG,sem nú vilja ógilda samningninn,sváfu á verðinum þegar samningurinn var undirritaður og tilkynntur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.