Magma: Tilgangslausar viðræður

Stjórnarliðar hafa fundað stíft um kaup Magma Energy á HS orku. Forsætisráðherra segir til skoðunar að ríkisstjórnin hefji rannsókn á einkavæðingu fyrirtækisins.

Þingflokkur Vinstri grænna hittist í morgun til að ræða kaup Magma á HS orku í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Þar á bæ vilja flestir ógilda ógilda söluna.

Sérstök ráðherranefnd beggja stjórnarflokka fór yfir stöðuna í hádeginu. Þar voru að auki ráðherra þeir tveir þingmenn Vinstri grænna sem einna harðast hafa talað gegn sölunni, þau Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Atli Gíslason, nánast eins og þriðji ríkisstjórnarflokkurinn.

Þingflokkur Samfylkingarinnar kom síðan saman eftir hádegið en í þeim hópi eru skiptar skoðanir um málið. Ríkisstjórnarsamstarfið er hins vegar traust, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, spurð út í yfirlýsingar nokkurra þingmanna vinstri grænna um helgina.

Til skoðunar er að ríkisstjórnin hefji rannsókn á einkavæðingu fyrirtækisins, sagði Jóhanna, þegar blaðamenn ræddu við hana eftir þingflokksfundinn.

Hún vildi ekki segja til um það hvaða leiðum ríkisstjórnin hefði yfir að ráða til að ógilda samninginn, ef til þess kæmi. Meta þyrfti kosti og galla þess, ekki væri einfalt að rifta slíkum samningi og það gæti til dæmis haft í för með sér skaðabótamál.

Hlutafé í HS orku er 7 milljarðar króna að nafnvirði. Magna hefur keypt 46% og að auki undirritað samning um kaup á 52% hlut Geysis Green Energy.

Þó á eftir að greiða fyrir þann hlut, til stendur að ganga frá því þann 31. júlí. Magma greiðir 32 milljarða fyrir hlutinn.

Skilanefnd gamla Glitnis er stærsti kröfuhafi Geysis Green Energy.(ruv.is)

Ég tel þessar viðræður stjórnarliða tilgangslausar. Það er ekki unnt að ógilda samning Magma.Það er orðið of seint. Ef koma á í veg fyrir eignarhald Magma á HS Orku þá  verður að fara bónarveg að Magma og það gæti orðið ríkinu nokkuð dýrt að fara þá leið.Ef Magma fellur frá eign á HS Orku  þá eignast kröfuhafar Glitnis hlutinn,þ.e. aðrir útlendingar.Það yrði því farið úr öskunni í eldinn.

 

 Björgvin  Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband