Tryggingastofnun á að hætta að krefja lífeyrisþega um endurgreiðslur

Um ellefu þúsund lífeyrisþegar hafa fengið ofgreitt frá Tryggingastofnun ríkisins, samkvæmt endurreikningi og uppgjöri bóta. Ofgreiðslur nema 4,3 milljörðum króna. Það þýðir að að jafnaði, að fólkið þurfi að endurgreiða um fjögur hundruð þúsund krónur.

Tryggingastofnun hefur sent lífeyrisþegum bréf með niðurstöðum endurreiknings og uppgjörs bóta fyrir síðasta ár. Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að einn af hverjum tíu, um fimm þúsund manns, eigi hins vegar inneign hjá stofnuninni.

Í heildina reyndust 4,3 milljarðar króna hafa verið ofgreiddir, en vangreiðslur námu 1,7 milljörðum króna, segir tryggingastofnun. Fjörutíu og sjö þúsund manns fá lífeyri frá Tryggingastofnun; þrjátíu þúsund ellilífeyrisþegar og sautján þúsund örorkulífeyrisþegar.(visir,is)

Það er alger óhæfa að Tryggingasgtofnun skuli láta lífeyrisþega endurgreiða marga milljarða kr. Tryggingastofnun getur nú fengið allar upplýsingar hjá bönkunum um sparifé og aðrar inneignir lífeyrisþega og stofnunin getur fengið allar upplýsingar hjá lífeyrissjóðunum. Hún þarf því ekki að ofgreiða neitt.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband