Þriðjudagur, 27. júlí 2010
Mikill útflutningur bleikju til USA
Framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Rifóss í Kelduhverfi segir að fiskeldi hafi sjaldan eða aldrei gengið eins vel og nú. Fyrir liggja samningar um sölu á bleikju til Bandaríkjanna nokkur ár fram í tímann. Rifós í Kelduhverfi, sem er rótgróin eldisstöð, er bæði í lax- og bleikjueldi. Laxinn fer allur á innanlandsmarkað en bleikjan er flutt til Bandaríkjanna og þar vestra er eftirspurnin gríðarleg.
Hlífar Karlsson ,framkvæmdastjóri Rifóss, segir að búið sé að selja bleikju nokkur ár fram í tímann og unnið sé að því að auka framleiðsluna. Þannig að innan tveggja ára verði framleiðslan um 1000 tonn, en nú er hún á sjötta hundrað tonn.
Hlífar telur engan vafa á því að fiskeldi hér á landi eigi sér bjarta framtíð.(ruv.is)
Þegar gengi íslensku krónunnar hrundi batnaði staða útflutningsgreinanna.Þær búa enn að því þó krónan sé að styrkjast.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.