Magma greiðir 7-10 milljarða kr., í reiðufé

Magma Energy greiðir 7 til 10 milljarða króna af kaupverðinu fyrir HS orku í reiðufé. Allt í íslenskum krónum, sem að hluta til voru keyptar á aflandsgengi í útlöndum.

Magma hefur þegar keypt tæpan helming í HS orku og nú er verið að ganga frá kaupum á fimmtíu og tveggja prósenta hlut til viðbótar. Seljandinn er Geysis Green Energy, sem eru undir stjórn Íslandsbanka, -em aftur er í eigu erlendra kröfuhafa.

Samningarnir liggja þegar fyrir og hafa verið undirritaðir og samkvæmt þeim skal kaupverðið, 16 milljarðar króna greiðast á laugardaginn kemur. Þar sem bankar verða ekki opnir gerist það líklegast strax eftir helgi.

Þar sem Magma greiðir um 16 milljarða króna fyrir hlutinn nú er verðið á fyrirtækinu í heild rúmir 30 milljarðar. Fyrirtækið yfirtekur skuldir upp á rúma 6 milljarða. Það má borga 3 milljarða með hlutabréfum í sjálfu sér en ekki er ljóst hvort það verður gert. Afganginn, 7 til t10 milljarða króna greiðir síðan Magma í reiðufé með íslenskum krónum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Magma átt þessar íslensku krónur í nokkur tíma, að minnsta kosta hluta þeirra. Þær voru keyptar á svokölluðu aflandsgengi af erlendum bönkum. Það gengi var miklu lægra en hið opinbera gengi. Sem dæmi kostaði ein evra um tíma nálægt 300 íslenskum krónur samkvæmt þessu aflandsgengi en um 150 til 200 krónur samkvæmt hinu opinbera skráða gengi. Ein milljón íslenskra kostaði þannig um 3 til 4 þúsund evrur í stað um 6 þúsund samkvæmt Seðlabankagenginu. Útlendingar gátu þannig snúið sér til erlendra banka og keypt krónur með hátt helmingsafslætti án þess að brjóta nokkur lög.

Hins vegar var um tíma ólöglegt að koma með þessar krónur hingað til lands vegna gjaldeyrishaftanna, en er það ekki lengur. Magma keypti samkvæmt heimildum fréttastofu krónur á aflandsgegni, geymdi þær og notar nú til að greiða hluta kaupverðsins fyrir seinni helminginn af HS orku. Hluta af íslensku krónunum keypti Magma þó hér heima. Þetta útskýrir hugsanlega að hluta hvers vegna Magma er tilbúið að greiða hærra verð fyrir Hs orku hlutinn en aðrir, t.d. íslenskir lífeyrissjóðir.(ruv.is)

 

Björgvin  Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband