Ríkisstjórnin kannar lögmæti Magmasamnings

Forsætisráðherra hyggst skipa nefnd óháðra sérfræðingar til að fara yfir einkavæðingu orkufyrirtækja á undanförnum árum, sérstaklega kaup Magma í HS Orku. Þá verður gerð sérstök lögfræðileg úttekt á lögmæti þess að kaupa HS Orku í gegnum dótturfélag í Svíþjóð og á að skila henni fyrir 15. ágúst.

Auk þess verður gerð almennt úttekt á starfsumhverfi orkugeirans sem á að ljúka fyrir lok desember. Þetta er hluti þeirrar niðurstöðu sem náðist milli stjórnarflokkanna vegna kaupa Magma í HS Orku og var kynnt á blaðamannafundi í dag. Að auki verður sett saman lagafrumvarp sem takmarkar eignarhald einkaaðila á opinberum fyrirtækjum og á að leggja það fram ekki síðan en í lok október.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á fundinum að meðal annars þurfi að skoða hvaða áhrif það hefði ef ekki verði af kaupunum í HS Orku, meðal annars skaðabótaskyldu. Hún vill þó ekki fullyrða að kaupin gangi til baka.(ruv.is)

Þessi niðurstaða er ef til vill góð eins og staða málsins er. Óvíst er hvort samningur Magna verður talinn ógildur en hann verður kannaður. Einnig er stefnt að nýrri löggjöf um orkumál. Það er gott.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband