Tilmæli FME og Seðlabanka lögleg

Seðlabankinn telur að tilmæli bankans og Fjármálaeftirlitsins í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána séu fyllilega í samræmi við markmið stofnananna samkvæmt lögum. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis um málið.

Seðlabankinn bendir á að honum sé ætlað að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, það er að viðhalda fjármálastöðugleika. Í kjölfar dómsins hafi verið greinileg hætta á fjármálalegum óstöðugleika. Með því að taka af skarið, innan skynsamlegra marka, um uppgjör lánasamninga til bráðabirgða, hafi tilmælin stuðlað að ákveðinni festu í viðskiptum á fjármálamarkaði við afar erfiðar aðstæður. Seðlabankinn bendir svo ítrekað á að tilmælin séu tímabundin. Ekki sé verið að taka stjórnvaldsákvörðun og engin fyrirmæli hafi verið gefin um réttindi og skyldur einstaklinga eða lögaðila.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband