Þriðjudagur, 27. júlí 2010
Tilmæli FME og Seðlabanka lögleg
Seðlabankinn bendir á að honum sé ætlað að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, það er að viðhalda fjármálastöðugleika. Í kjölfar dómsins hafi verið greinileg hætta á fjármálalegum óstöðugleika. Með því að taka af skarið, innan skynsamlegra marka, um uppgjör lánasamninga til bráðabirgða, hafi tilmælin stuðlað að ákveðinni festu í viðskiptum á fjármálamarkaði við afar erfiðar aðstæður. Seðlabankinn bendir svo ítrekað á að tilmælin séu tímabundin. Ekki sé verið að taka stjórnvaldsákvörðun og engin fyrirmæli hafi verið gefin um réttindi og skyldur einstaklinga eða lögaðila.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.