Ellilífeyrisþegar ósáttir

Helgi K. Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara, býst við að margir eigi erfitt með að endurgreiða Tryggingastofnun ofgreiddan lífeyri. Hann segir að eldri borgurum sé refsað fyrir að spara.

Tæplega fjórðungur elli- og örorkulífeyrisþega fékk of mikið greitt frá Tryggingastofnun í fyrra og þarf nú að greiða mismuninn til baka. Flestir þeirra vanáætluðu fjármagnstekjur í tekjuáætlun eða gerðu alls ekki grein fyrir þeim og fengu því of háan lífeyri. Helgi K. Hjálmsson er formaður Landssambands eldri borgara. Hann segir félagsmenn sína afar ósátta.

Helgi segir jafnframt erfitt að áætla fjármagnstekjur. Þegar tekjuáætlanir séu lagðar fram í byrjun árs hafi fólk ekki hugmynd um hvað það muni hafa í vexti eftir árið. Hann segir að með tekjutengingunni sé fólki refsað fyrir að leggja til hliðar.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband