Líklegt,að samningur Magma haldi

Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að rannsaka kaup Magma á hlut í HS Orku svo og að kanna einkavæðingu í orkugeiranum.Þetta er gott svo langt sem það nær. En alls óvíst er á þessari stundu hvort þessar athugunir muni ógilda samning Magma. Ríkisstjórnin vill takmarka einkavæðingu í orkugeiranum og setja lög  sem tryggi að ríki og sveitarfélög eigi ávallt  mikinn hluta orkufyrirtækja,helming eða þar um bil.Össur Skarphéðinsson lét sem iðnaðarráðherra setja lög til þess að banna sölu orkuauðlinda í opinberi eigu til einkaaðila. Það var gott skref. Ríkisstjórnin ráðgerir nú að stíga frekara skref í sömu  átt.

Ég tel líklegt að samningur Magma um kaup á HS Orku haldi. Enda þótt eignarhaldsfélag Magma í Svíþjóð hafi verið kallað skúffufyrirtæki er allt sem bendir til þess að það félag sé löglegur lögaðili. Ekkert í lögunum segir,að félagið þurfi að hafa aðra starfsemi en eignarhald.

  Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband