Fimmtudagur, 29. júlí 2010
Skuldatryggingarálag Íslands lækkar mikið
Skuldatryggingaálag Íslands hefur hríðlækkað í vikunni. Samkvæmt Markit Itraxx vísitölunni er álagið nú komið niður í 286 punkta og hefur ekki verið lægra síðan í maí á síðasta ári.
Gagnaveitan CMA mælir álagið í 284 punktum en fram kemur á vefsíðu Markit að álagið í þeirra mælingu hafi lækkað um 33 punkta frá því í gærdag.
Þessi mikla lækkun á skuldatryggingaálaginu hefur haft það í för með sér að Ísland er aftur dottið af top tíu listanum yfir þær þjóðir sem taldar eru í hvað mestri hættu á þjóðargjaldþroti.
Álag í 286 punktum þýðir að borga verður 2,86% af nafnverði skuldabréfs til fimm ára til að tryggja það gegn greiðslufalli.
(visir.is)Það er fagnaðarefni,að skuldatryggingarálagið skuli lækka.Það bendir til þess að við séum á réttri leið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.