Fimmtudagur, 29. júlí 2010
Mikil ólga meðal eldri borgara
Mikil ólga er nú meðal eldri borgara vegna þess að Tryggingastofnun krefur fjölda ellilífeyrisþega um endurgreiðslur,þar eð stofnunin segir,að þeir hafi fengið of mikið greitt.Margir verða að endurgreiða mörg hundruð þúsund og ráða alls ekki við það.Ljóst er að það verður að breyta þessu kerfi. Það verður að láta lífeyrissjóðina og bankana senda TR þær upplýsingar,sem stofnunin þarf að fá um ellilífeyrisþega.Það gengur ekki að ætla að láta eldri borgara senda inn tekjuáætlanir. Þeir ráða ekki við það.Með nútíma tækni eiga bankar og lífeyrissjóðir að geta sent TR nægar upplýsingar.Nú er það svo,að aðeins 98.640 kr. á ári er frítekjumark vegna fjármagnstekna,þ.e. ellilífeyrisþegar mega hafa aðeins 98.640 kr. í fjármagnstekjur á ári án þess að bætur TR séu skertar.Þetta er hvorki fugl né fiskur og hlægilega lág upphæð. Þessa upphæð þarf að hækka myndarlega.Ellilífeyrisþegar eru hundeltir.Lífeyrir þeirra úr lífeyrissjóðum er hafður af þeim.Spariféð er skattlagt og veldur skerðingum á tryggingabótum.
Margir ellilífeyrisþegar íhuga nú að taka sparifé sitt út úr bönkunum. Og einnig er mikil umræða í gangi um að stofna stjórnmálaflokk eldri borgara og bjóða fram.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.