Fimmtudagur, 29. júlí 2010
Vilja taka sparifé sitt út úr bönkunum
Eldri borgari hafði samband við mig og sagði,að mikil reiði væri meðal eldri borgara vegna þess,að mörgum eldri borgurum væri þessa dagana gert að greiða mörg hundruð þúsund krónur til baka til Tryggingastofnunar.Þeir hefðu fengið "ofgreitt" aðallega vegna fjármagnstekna.Margir vildu af þessum sökum taka sparifé sitt út úr bönkunum.
Það er mjög erfitt fyrir eldri borgara að áætla löngu fyrirfram vexti og aðrar fjármagnstekjur.En ef fjármagnstekjur reynast meiri en áætlað var kemur bakreikningur frá Tryggingastofnun.
Ég taldi,að í gildi væri frítekjumark að fjárhæð 98.640 kr. á ári vegna fjárrmagsntekna.En reiknivél TR vill ekki staðfesta það.Samkvæmt henni eru fjármagnstekjurnar reiknaðar með bótum TR,þegar lágmarksframfærsluviðmið er fundið út,180 þús. fyrir skatt hjá einhleypingum.
Björgvin Guðmun dsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.