85% andvígir því að útlendingar geti keypt hluti í íslenskum náttúruauðlindum

Tæplega 85% eru mjög andvígir eða frekar andvígir því að erlendir aðilar geti keypt íslenskar náttúruauðlindir, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Teit Atlason guðfræðing og bloggara. Um 10,6% eru hvorki hlynntir né andvígir en 4,5% voru mjög eða frekar hlynntir.

Spurt var: Ertu hlynnt(ur) því eða andvíg(ur) að erlendir aðilar geti keypt íslenskar náttúruauðlindir. Í úrtaki voru 1200 manns úr viðhorfahópi Capacent Gallup og var svarhlutfall 65,9%.

Um fátt hefur verið rætt meira að undanförnu en kaup sænsk/kanadíska fyrirtækisins Magma Energy á hlut í HS orku.(visir.is)

Þessi könnun kemur ekki á óvart.Deilan að undanförnu hefur ekki snúist um eignarhald á náttúruauðlindum heldur um eignarhald á nýtingarrétti eða fyrirtækjum,sem nýta  náttúruauðlindir.Það vill enginn selja auðlindirnar sjálfar en deilan stendur um nýtingarréttinn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband