Vöruskiptin hagstćđ um 63,9 milljarđa fyrstu 6 mánuđi ársins

Í júnímánuđi voru fluttar út vörur fyrir tćpa 48,0 milljarđa króna og inn fyrir 39,3 milljarđa króna. Vöruskiptin í júní voru ţví hagstćđ um 8,7 milljarđa króna. Í júní 2009 voru vöruskiptin hagstćđ um 6,2 milljarđa króna á sama gengi.

Ţetta kemur fram á vefsíđu Hagstofunnar. Ţar segir ađ fyrstu sex mánuđina 2010 voru fluttar út vörur fyrir 277,4 milljarđa króna en inn fyrir 213,6 milljarđa króna. Afgangur var ţví á vöruskiptunum viđ útlönd sem nam 63,9 milljörđum en á sama tíma áriđ áđur voru ţau hagstćđ um 41,9 milljarđa á sama gengi. Vöruskiptajöfnuđurinn var ţví 22,0 milljörđum króna hagstćđari en á sama tíma áriđ áđur.

Fyrstu sex mánuđi ársins 2010 var verđmćti vöruútflutnings 14,6% meira á föstu gengi en á sama tíma áriđ áđur. Sjávarafurđir voru 38,5% alls útflutnings og var verđmćti ţeirra 5,3% meira en á sama tíma áriđ áđur.

Útfluttar iđnađarvörur voru 57,3% alls útflutnings og var verđmćti ţeirra 45,1% meira en á sama tíma áriđ áđur. Aukning varđ í verđmćti útflutnings iđnađarvara, ađallega áls. Einnig varđ aukning í útflutningi sjávarafurđa en samdráttur varđ í útflutningi á skipum og flugvélum.
<!--[if !supportLineBreakNewLine]-->
<!--[endif]-->Fyrstu sex mánuđi ársins 2010 var verđmćti vöruinnflutnings 13,4 milljörđum eđa 6,7% meira á föstu gengi en á sama tíma áriđ áđur. Aukning varđ í innflutningi á hrá- og rekstrarvöru og fjárfestingarvöru en á móti kom samdráttur í innflutningi á flutningatćkjum (visir.is)

Ţetta eru góđar fréttir. Vöruskiptin eru  22 milljörđum hagstćđari en á sama tíma í fyrra. Ţađ er einmitt vöruútflutningurinn,sem er ađ hjálpa okkur ađ  komast út úr kreppunni.

 

Björgvin Guđmundsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband