Ranglátt að krefja eldri borgara um endurgreiðslur

Helgi K.Hjálmsson formaður LEB og Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýna harðlega bakreikninga þá,sem Tryggingastofnun sendir nú öldruðum og öryrkjum. Það er  engin leið fyrir lífeyrisþega að greiða þessa bakreikninga.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Skerðing lífeyris vegna verðbóta er keðjuverkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Sæll kæri Björgvin !

Ég varð fyrir vonbrigðum með málflutning Ögmundar Jónassonar á Bylgjunni í gær. Helgi K.Hjálmarsson benti réttilega á, að fjármunir þeirra, sem lagt hafi fé fyrir til elliáranna, hafi rýrnað verulega vegna verðbólgu, auk þess sem "frítekjumörl" séu orðin úrelt.?

Mér finnst bilið milli okkar, sem eldri erum, annarra þjóðfélagsþegna fara breikkandi. Ég vorkenni ekki þeim, sem eiga gnótt fjár (ungum sem öldnum), að þeir reiði fram meira fé, en við þurfum að búa við sanngjarnar leikreglur.

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 30.7.2010 kl. 12:50

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Björgvin. Þetta er hið versta mál og ótrúlegt eftir að hafa hlustað á málflutning þingkandídata og þingmanna undanfarnar kosningar að þetta skuli vera að gerast og það í tíð vinstri stjórnar.

Það er líka merkilegt að hugsa til þess að aldraðir og fatlaðir voru uþb að stofana stjórnmálasamtök eða framboð alla vega fyrir þarsíðustu kosningar en "komu sér ekki saman um leiðtoga" að sagt er. Það skildi þó aldrei vera að það skipti meira máli en annað hver leiðir.

Það kann að vera að sparifjáreigendur ættu bara að stofna sér samtök og skipuleggja aðgerðir hvort sem þeir eru ungir,gamlir eða fatlaðir.

Hvað myndi t.d. gerast ef þeir bara tækju út sitt fé og það væri hvergi skráð? 

Þetta er nú bara smá hugleiðing um stöðuna og hvað hægt er að gera í þessu máli.  Kveðja Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.8.2010 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband