Verðbólga ESB sú mesta í 2 ár

Útlit er fyrir að verðbólga á evrusvæðinu í júlí verði 1,7 %. Reynist spáin vera rétt verður ársverðbólgan í evrulöndunum sextán sú mesta sem mælst hefur síðan í nóvember 2008.

Þá var hún 2,1 %, lítið eitt hærri en sérfræðingar Seðlabanka Evrópu töldu viðunandi. Talið er að verðhækkanir á eldsneyti og matvælum valdi því einkum að verðbólga eykst á evrusvæðinu, ásamt því að virðisaukaskattur hefur verið hækkaður í Finnlandi, Grikklandi, Portúgal og á Spáni.(ruv.is)

Okkur hér þætti gott ef verðbólgan væri ekki meiri en 1,7%. En þannig er þetta innan ESB.Það er reynt að  hafa  enga verðbólgu þar og það þykja miklar fréttir ef verðbólgan þar er 1-2%.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband