Gallup: VG tapar fylgi,Samfylking og íhald bæta við sig

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki mælst minni frá því Samfylking og Vinstri græn tóku við stjórnartaumunum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst meira í tvö ár en fylgi Vinstri grænna hrynur.

Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup í júlí hafa nokkrar breytingar orðið á fylgi flokka á landsvísu frá síðasta mánuði. Þar ber hæst að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist um tvö prósentustig, er nú þrjátíu og fimm prósent, og hefur ekki mælst meira síðan fyrir bankahrun eða í apríl tvöþúsund og átta. Samfylkingin bætir við sig sömuleiðis, mælist nú með tuttugu og fjögur prósent, og hefur ekki mælst með meira fylgi síðan í ársbyrjun. Fylgi Vinstri grænna heldur hins vegar áfram að lækka. Flokkurinn mælist nú með nítján prósenta fylgi í júlí en í maí sögðust tuttugu og sjö af hundraði styðja flokkinn. Vinstri grænir hafa tapað átta prósentustigum á tveimur mánuðum en það hlýtur að teljast fylgishrun.

Litlar breytingar mælast á fylgi annarra flokka. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 12 prósent eða óbreytt frá fyrri mánuði en flokkurinn virðist ekki njóta góðs af auknum óvinsældum ríkisstjórnarinnar. Tæplega fjögur prósent styðja Hreyfinguna en um sex prósent myndu styðja aðra flokka ef kosið væri nú.

Stuðningur við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna minnkar milli mánaða en nærri fjórir af hverjum tíu styðja hana en ríflega sex af tíu gera það ekki. Mun fleiri konur en karlar styðja stjórnina nú. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki mælst minni frá því þessir flokkar mynduðu minnihlutastjórn í skjóli Framsóknarflokksins, fyrsta febrúar í fyrra en í upphafi þessa árs mældist stuðningurinn fimmtíu prósent.

Könnunin var gerð dagana 30. júní til 27. júlí. 4573 voru í úrtakinu en könnunin var gerð á netinu. Svarhlutfallið var 65,5%.(ruv.is)

Sennilega tapar VG fylgi vegna stöðugra deilna innan flokksins.Ef það væri vegna stjórnarstefnunnar ætti það eins að  koma niður á Samfylkingunni.Fylgi Sjálfstæðisflokksins sýnir,að menn eru búnir að gleyma því að sá flokkur setti hér allt á hliðina,alla bankana og efnahagslífið.

 Björgvin Guðmundsson

 

frettir@ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband