VG kunna ekki að vera í ríkisstjórn

Tvennt vekur athygli í nýrri könnun Capacent Gallup um fylgi flokkanna: Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins og fylgistap VG.Vinstri græn voru í mai með 27% fylgi en mælast nú með 19%.Á þessum tíma hafa verið miklar deilur innan VG. Órólega deildin hefur hótað stjórnarslitum og meira að segja formaður þingflokks VG,Guðfríður Lilja, hefur tekið  svo sterkt til orða.Svo virðist sem VG kunni ekki að vera í ríkisstjórn.Í stað þess að leysa innanflokks deilur innan flokksins bera þingmenn hans ágreininginn á torg. Það kunna kjósendur ekki að meta. Sama  var uppi á teningnum á síðasta flokksráðfundi VG. Þá höfðu andstæðingar ESB í VG uppi stór orð um það mál. Nú hefur ekkert verið gert af hálfu  ríkisstjórnarinnar í ESB málinu  annað en það sem samkomulag varð um í stjórnarsáttmála: Að sækja um aðild og láta reyna á hvað væri í boði en leggja málið síðan undir þjóðaratkvæði.Þess vegna er undarlegt að einstakir þingmenn VG skuli reka harðan óróður gegn aðildarumsókninni.Þingmenn VG geta ekki haldið svona áfram. Þeir verða að gera það upp við sig hvort þeir ætla að vera í ríkisstjórninni eða ekki.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins er ráðgáta.Þessi hrunflokkur ætti að vera með innan við  30% fylgi en kjósendur virðast alveg búnir að gleyma þætti flokksins í hruninu.Framsókn nær engu flugi. Samfylkingin fær heldur meira fylgi en í síðustu könnun en mikið minna en í kosningunum  2009.Ríkisstjórnin er að gera óvinsælar ráðstafanir og því ekki undarlegt að erfitt sé að halda í kjósendur.Þó er nú aðeins að byrja að rofa til í efnahagsmálunum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband