Laugardagur, 31. júlí 2010
Ákvörðun Moody´s um að lækka lánshæfismat Íslands hefur slæm áhrif
Matsfyrirtækið Moody's hefur breytt horfum um lánshæfismat ríkissjóðs úr stöðuguðum í neikvæðar.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að helsta ástæða þessarar aðgerðar sé sú óvissa sem dómur um gengistryggð lán hefur valdið og það að enn hafi ekki náðst niðurstaða í Icesave-deilunni. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar er nú einu þrepi fyrir ofan ruslflokk. Þessi aðgerð Moody's hefur það í för með sér að áhættan á því að lánshæfismatið fari niður í ruslflokk er meiri en áður en lánshæfismat ríkissjóðs er þegar í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch.
Lækki Moody's lánshæfiseinkunina líka í ruslflokk væru það afar slæm tíðindi, segir í Morgunkorni Íslandsbanka frá því í gær. Slíkt myndi seinka fyrir því að ríkissjóður gæti sótt sér fé á erlenda markaði og grafa undan tiltrú á Íslandi.
Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur þetta vond tíðindi. Hann segir þetta gera Íslendingum erfiðara fyrir að sækja peninga á erlenda fjármagnsmarkaði og þýða að tiltrú á Íslandi sé minni en áður.
Ísland er eins og fyrirtæki eða fjölskylda sem er búin að missa lánstraust. Þá skiptir mjög miklu máli að vekja upp traust annars staðar. Sá hringlandaháttur sem hefur verið í stjórnkerfinu undanfarið er ekki til þess fallinn," segir Gylfi. Hann bætir því svo við að allar hagstærðir séu að fara í rétta átt og í raun líti hlutirnir vel út en stóra vandamálið núna sé þessi órói innanlands.-(visir.is)
Vonandi verður nýr Hæstaréttardómur um vexti af "erlendum" bílalánum í stíl við héraðsdóm þann um vexti sem kveðinn var upp á dögunum.Ef Hæstiréttir samþykkir samningsvexti (3-4%) er mikil hætta á nýju bankahruni og endurreisn efnahagslífsins gæti frestast verulega.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.