Laugardagur, 31. júlí 2010
15000 á þjóðhátíð í Eyjum
Tveir 17 ára strákar lentu í áflogum í Herjólfsdal í nótt og í kjölfarið barst kæra um líkamsárás til lögreglu. Fíknefnamál næturinnar voru álíka mörg og í gær og eru orðin samtals 13. Í flestum tilfellum hefur verið lagt hald á lítilræði af fíkniefnum en einn maður var tekinn með 44 grömm af amfetamíni í nótt. Fjórir gistu fangageymslur í Eyjum í nótt, þar af einn fyrir innbrot í verslun.
Gert er ráð fyrir að 16-17.000 manns verði á þjóðhátíð þegar hún nær hámarki annað kvöld. Karl Gauti Hjaltason sýslumaður í Vestmannaeyjum segir að umferð sé vissulega mikil í bænum en nefnir sem dæmi að minna sé kvartað um ónæði frá tjöldum við heimahús en áður. Þakkar hann því að nýtt tjaldstæði var útbúið skammt frá Herjólfsdal. Heilt yfir er sýslumaðurinn ánægður með gang mála.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.