Eldri borgarar vilja róttækar aðgerðir

Bakreikningar þeir,sem  Tryggingastofnun hefur sent eldri borgurum, er dropinn sem fyllti mælinn.Eldri borgarar vilja gripa til róttækra aðgerða. Margir vilja samtök um að taka allt sparifé sitt út úr bönkunum.Þeir segja,að ríkið láti greipar sópa um spariféð,fyrst með skattlagningu þess og síðan með skerðingu bóta vegna þess. Það er betra að hafa spariféð heima sagði eldri borgari við mig.Aðrir vilja,að eldri borgarar undirbúi flokksstofnun og bjóði fram við næstu alþingiskosningar.Flokkarnir hlusta ekki á okkur,segja þessir eldri borgarar. Og allra síst hlusta ráðherrar og stjórnarliðar á okkur,segja þessir eldri borgarar.Það eina,sem flokkarnir skilja er samtakamáttur eldri borgara og framboð af þeirra hálfu.Ef það væri í burðarliðnum mundu flokkarnir hlusta.Ellilífeyrisþegar eru nú 30.000 talsins en eldri borgarar yfir 60 ára aldri eru  mikið fleiri.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband