Þriðjungur landsmanna safnar skuldum

Þriðjungur landsmanna safnar skuldum eða gengur á sparifé sitt til að ná endum saman. Mun færri geta safnað sparifé nú en í fyrra.

Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup var spurt um fjárhagsstöðu heimilanna en sama spurning var lögð fyrir í nóvember í fyrra. Engu færri safna skuldum nú en áður en þeim hefur hins vegar fjölgað sem ganga á sparifé sitt til að ná endum saman.

19% heimila ganga nú á sparifé sitt en 16% heimila gerðu það fyrir ríflega hálfu ári. Nærri fjögur af hverjum tíu heimilum ná endum saman með naumindum, nokkru fleiri en í fyrra. Þeim fækkar hins vegar talsvert sem safna sparifé. Um fjórðungur heimila getur safnað svolitlu sparifé, en nærri þriðjungur heimila gerði það í fyrra. Aðeins 4% heimila geta safnað talsverðu sparifé.

Þeir sem eru á bilinu 18-29 ára safna síst skuldum og geta helst sparað. Þeir sem eru á aldrinum 30-49 ára safna hins vegar helst skuldum eða ganga á sparifé sitt. Fjórir af hverjum tíu, eldri en fimmtugt, rétt ná endum saman.

Varla þarf að koma á óvart að þær fjölskyldur sem lægstar hafa tekjurnar safna helst skuldum, ganga helst á spariféð eða rétt láta enda ná saman. Fæstar þeirra geta safnað sparifé. Þróunin snýst við eftir því sem tekjurnar hækka og tvær af hverjum þremur fjölskyldum með meira en milljón í mánaðartekjur geta safnað sparifé.(ruv.is)

Þetta eru slæmar fréttir.Þær leiða í ljós að ríkisvaldið hefur ekki gert nægilegar ráðstafanir til þess að auðvelda fólki að  leysa skuldavanda heimilanna. En jafnframt endurspegla þær kjaraskerðingu fólks vegna mikilla hækkana á matvælum og öðrum innfluttum vörum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband