Sunnudagur, 1. ágúst 2010
Engin skerðing vegna séreignalífeyrissparnaðar
Þeir,sem taka út séreignalífeyrissparnað sinn sæta engri skerðingu tryggingabóta hjá Tryggingastofnun.En greiðslur úr hefðbundnum lífeyrissjóðum skerða lífeyri aldraðra frá TR að fullu.Hvaða réttlæti er þetta? Hvers vegna er séreignalífeyrissparnaði gert hærra undir höfði í þessu efni? Hvers vegna gildir ekki það sama varðandi greiðslur úr hefðbundnum lífeyrissjóðum, þ.e. að þær skerði ekki lífeyrisgreiðslur frá almannatryggingum.Þetta misrétti verður að leiðrétta. Greiðslur úr lífeyrissjóði eiga ekki að skerða lífeyri almannatrygginga um eina krónu. Eldri borgarar eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum. Þeir hafa greitt í þessa sjóði alla ævi og ríkið á ekkert með að skerða tryggingabætur vegna greiðslna úr þessum sjóðum.Það er hrein eignaupptaka. Sumir vilja kalla þetta hreinan þjófnað.Ég geng ekki svo langt. En ég tel þetta eignaupptöku og þetta verður að leiðrétta. Það er krafa eldri borgara.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.