Sunnudagur, 1. ágúst 2010
Skjaldborg um önnur ráðuneyti en velferðarráðuneyti!
Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytis jukust útgjöld margra ráðuneyta í ár þrátt fyrir tilmæli um niðurskurð.Þannig jukust útgjöld þessara ráðuneyta: Dómsmálaráðuneyti ( 1 milljarður)sjávarútvegsráðuneyti ( 1 ma.) umhverfisráðuneyti (100 þús.) efnahagsráðuneyti (200 þús.) iðnaðarráðuneyti (700 þús.) og í menntamálaráðuneyti stóðu útgjöldin í stað. Um öll framangreind ráðuneyti var greinilega slegin skjaldborg.Niðurskurður í forsætisráðuneyti,utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti var minni í hverju ráðuneyti en í almannatryggingum en niðurskurður í hverju framangreindra ráðuneyta var 1 milljarður en niðurskurður almannatrygginga var 6 milljarðar.Það hefur því eitthvað ruglast með skjaldborgina. Hún var ekki slegin á réttum stað.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.