Sunnudagur, 1. ágúst 2010
Engin stórtíðindi af útihátíðum
Lögreglan segir engin stórtíðindi af útihátíðum. Tveir sitja inni eftir líkamsárás í Vestmannaeyjum. Þar var einnig nokkuð um smástympingar í nótt og hald lagt á fíkniefni. Annars fer allt vel fram á þessari fjölmennustu þjóðhátíð í manna minnum, en tæplega 16,000 manns taka þátt í henni að þessu sinni. Sömu sögu er að segja af öðrum stöðum þar sem fjölmenni er saman komið; svo sem í Borgarnesi, þar sem eru um eða yfir tíu þúsund manns, á Akureyri og á Flúðum, þar sem talið er að á fimmta þúsund manns dvelji um helgina.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.