Magma hótar að hætta við kaupin

Ross Beaty, forstjóri kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy, hefur hótað að fresta eða jafnvel hætta við kaup fyrirtækisins á HS Orku vegna pólitískrar óvissu, að því er Financial Times greinir frá í dag.

Beaty segir fyrirtækið gert að blóraböggli vegna vinnubragða í viðskiptalífinu sem ollu efnahagshruninu hér á landi og tortryggninnar sem það hafi skapað.

Beaty útilokar ekki að fyrirtækið reyni að klára kaupin eins og fyrir hefur legið. Fyrirtækið vilji ekki hætta við, en hins vegar séu hluthafar þess að verða ansi órólegir eftir atburði síðustu vikna.(visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband