Hættir Magma við fjárfestingu hér?

Forstjóri Magma hefur sagt,að verið geti,að Magma hætti við fjárfestingu hér á landi eða fresti henni. Hluthafar í Magma séu orðnir órólegir vegna andstöðu hér á landi við fjárfestinguna. Það yrði slæmt ef Magma hætti við fjárfestinguna. En það er skiljanlegt að tvær grímur hafi runnið á Magma vegna andstöðu hér á landi.Ríkisstjórnin ætlar að rannsaka hvort það sé löglegt að fyrirtæki Svíþjóð hafi keypt hlut í HS Orku fyrir hönd Magma.Ef það er ólöglegt fellur samningurinn við Magma úr gildi en ef  það reynist löglegt gildir samningurinn áfram

Málið er ekki leyst þó samningurinn við Magma reynist ógildur þar eð þá eignast Glitnir eða kröfuhafar Glitnis HS Orku og þar er  um erlenda kröfukafa að ræða.Ríkið hefur ekki bolmagn til þess að kaupa hlut Magma í HS Orku þannig að málið yrði áfram óleyst. Sennilega væri vænlegast að semja við Magma um að minnka hlut þess í HS Orku og stytta nýtingartímann.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband