Meirihluti þingmanna á móti endurfjármögnun bankanna

Meirihluti þingmanna hyggst greiða atkvæði gegn því að fjármagni verði varið í að bjarga bönkunum á nýjan leik. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg- fréttastofunnar. Alþingi getur komið í veg fyrir að ríkisstjórnin endurfjármagni bankana fari svo að gengislánin verði dæmd ógild. Samkvæmt frétt Bloomberg er öll stjórnarandstaðan á móti því að það verði gert, sem og þrír stjórnarþingmenn. Hefur fréttastofan það eftir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, að hún myndi ekki styðja endurfjármögnun bankanna.(ruv.is)

 

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband