Loforð Davíðs:Lífeyrir hækki í samræmi við hækkun kaupgjalds og verðlags

Í lögum um Tryggingastofnun ríkisins segir,að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að taka mið af breytingum á launum og verðlagi. Með þessu er átt við að lífeyrir eigi að hækka,ef laun hækka eða verðlag.Áður var lögbundið að lífeyrir hækkaði sjálfvirkt um leið og lágmarkslaun hækkuðu.En þegar lögunum var breytt lýsti þáverandi forsætisráðherra,Davíð Oddsson, því yfir,að það yrði hagstæðara fyrir lífeyrisþega að miðað væri bæði við laun og verðlag.Ef verðlag hækkaði meira en laun tæki lífeyrir hækkun í samræmi við það.

Ég hefi áður skýrt frá því að laun hafi hækkað um 23 þús. kr. á mánuði á sl. rúmu einu ári án þess að lífeyrir hafi nokkuð hækkað.En auk þess hafa launþegar fengið orlofsuppbætur og desemberuppbót.Árið 2009 var desemberuppbót verkafólks 45.600 kr.Óg hún verður 46.800 kr. í desember n.k. Orlofsuppbót verkafólks var 25.200 kr. á sl. ári og hún verður  25.800 í ár.Með orlofsuppbót og desemberuppbót jafngildir kauphækkun  verkafólks tæplega 30 þús. kr. hækkun á mánuði.Það á eftir að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja og veita þeim sambærilega hækkun og launþegar hafa fengið.Það er krafa eldri borgara að svo verði gert strax.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband