Vilhjálmur Egilsson:Eins og í bananalýðveldi

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vill að ríkisstjórnin hætti að nota Magma sem pólítískan fótbolta og fari að gildandi lögum. Vinnubrögð stjórnvalda hér á landi eigi sér aðeins fordæmi í bananalýðveldum.

Ross Beaty forstjóri Magma sagði í viðtali við Financial Times í gær að fyrirtækið myndi fresta eða jafnvel hætta við fjárfestingu á Íslandi. Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins segir að hætti Magma við fjárfestingu hér muni það hafa í för með sér slæma auglýsingu fyrir aðra erlenda fjárfesta sem hafa hug á að fjárfesta hér á landi. Slíkt gerist fyrst og fremst í bananalýðveldum. Hann leggur til stjórnvöld hætti að nota Magma sem pólitískan fótbolta, þau eigi að slappa af og láta lögin gilda áfram.

Ásgeir Margeirsson er forstjóri fyrirtækisins hér á landi. Aðspurður í samtali við fréttastofu í morgun sagði hann að enginn úr ríkisstjórnarflokkunum hefði sett sig í samband við sig í kjölfar viðtalsins. Vert er að benda á að fjárfesting Magma hér á landi væri sú stærsta á Íslandi eftir bankahrun.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband