Þriðjudagur, 3. ágúst 2010
Verðmerkingar í ólagi í mörgum verslunum
Níu verslanir hafa enn ekki lagað verðmerkingar hjá sér þrátt fyrir tilmæli Neytendastofu þar um. Þetta kom í ljós í athugun sem stofnunin gerði í byrjun júlí. Neytendastofa fór fyrst á stúfana í byrjun júní þegar hún kannaði verðmerkingar í þrjátíu verslunum og voru í kjölfarið gerðar athugasemdir við merkingar í fimmtán þeirra. Þær voru svo kannaðar aftur í byrjun júlí og kom þá í ljós að aðeins sex verslananna höfðu lagfært hjá sér merkingarnar með fullnægjandi hætti. Flestar athugasemdir voru gerða í Húsasmiðjunni við Helluhraun, en þar reyndust tæplega þriðjungur þeira vara sem voru kannaðar ekki rétt verðmerktar.(ruv.is)
Verslanir verða að laga verðmerkingaer sínar. Neytendur eiga kröfu á því. Ella verða verslanir að sæta viðurlögum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.