Þriðjudagur, 3. ágúst 2010
Nefnd skipuð til þess að kanna kaup Magma á HS Orku
Vinnu nefndarinnar verður hagað með eftirfarandi hætti:
Nefndin mun vinna sjálfstæða úttekt á kaupum Magma Energy á eignarhlutum í HS Orku í gegnum dótturfélag í Svíþjóð og meta lögmæti þeirra.
Nefndin skal gefa rökstutt álit á því hvort kaup Magma Energy á eignarhlut í orkufyrirtækinu HS Orku í gegnum dótturfélag í Svíþjóð séu samrýmanleg íslenskum lögum og reglum EES-samningsins.
Nefndin skal meta hvort máli skipti í því samhengi hvort hið sænska dótturfélag hafi með höndum eiginlega starfsemi, hvort kaupandi sé kanadískur eða sænskur og hvaða hlutverki hið kanadíska móðurfélag gegnir í því að annast eða ábyrgjast greiðslur vegna viðskiptanna og í starfsemi og umsvifum félagsins hér á landi.
Jafnframt skal nefndin kanna til hlítar hvort kaup Magma Energy á HS Orku standist meginreglur og markmið íslenskra laga um auðlindir og orkunýtingu og sérstaklega skal meta ákvæði EES-samningsins hvað ofangreinda þætti varðar.
Nefndin skal, á grundvelli þess sem að ofan segir, láta í ljós álit sitt á því hvort forsendur kunni að vera fyrir stjórnvöld til að leita leiða til að grípa inn í umrædd viðskipti Magma Energy með hlut í HS Orku.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vonandi lýkur þessari Magma martröð sem fyrst. Ýmsar eignir Atorku voru kjaftaðar niður á sínum tíma, Prómens átti að vera einskis virði en var metið á rúmlega 11 miljarða fyrir nokkru. Geysir Green verður væntanlega aftur í eigu Íslendinga en aðaleigandi þess var Atorka. Hvernig verður með réttarstöðu þeirra fjölmörgu hlutafjáreigenda og lífeyrissjóða sem áttu stóra hluti í Atorku? Samþykkt var á umdeildum hlutafjárfundi að afskrifa allt hlutafé og afhenda fyrirtækið kröfuhöfum.
Ljóst er að þessi rannsóknarnefnd mun hafa nóg á sinni könnu. Umfram allt þarf að koma fram hvaða aðilar höfðu hagsmuni af að hafa verðmæti af smáhluthöfunum og lífeyrissjóðunum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 3.8.2010 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.