Miðvikudagur, 4. ágúst 2010
Ísland stóð rétt að innleiðingu tilskipunar um innstæðutryggingar
Þetta má ráða af skriflegum svörum formælanda framkvæmdastjórnarinnar, Chantal Hughes, við svörum fréttamanna. Framkvæmdastjórnin sagði í svörum til norskrar fréttaveitu ekki væri ríkisábyrgð á bankainnistæðum á Evrópska efnahagssvæðinu.
Það hefur orðið sumum tilefni til að álykta sem svo að ný staða væri komin upp í Icesavedeilunni meðan aðrir telja þetta litlu breyta. Evrópusambandið telur að vegna þess að Íslendingar hafi ekki staðið rétt að innleiðingu tilskipunarinnar um innistæðutryggingar eigi þeir að greiða Icesave-skuldina.(ruv.is)
Það er rangt hjá ESB,að Ísland hafi ekki staðið rétt að innleiðingu tilskipunar um innstæðutryggingar.Ísland stóð alveg rétt að því máli og fékk engar athugasemdir frá ESB,þegar tilskipunin var innleidd.Hins vegar voru tilskipanir um innstæðutryggingar meingallaðar eins og ESB hefur nú viðurkennt með því að undirbúa nýja tilskipun um málið. En af þeim sökum ætti ESB að greiða Icesave reikninginn til Breta og Hollendinga.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.