Runólfur þurfti ekki að segja af sér

Félagsmálaráðherra hefur ekki staðfest,að hann hafi beðið Runólf Ágústsson að víkja úr starfi.Runólfur sagði hins vegar í Kastljósi í gærkveldi,að Árni Pálll hefði beðið hann að víkja og þess vegna hefði hann vikið.

Ég tel,að Runólfur hefði ekki þurft að víkja í gær. Eðlilegra hefði verið að að bíða eftir úttekt á fjármálum Runólfs.Ef ekkert óeðlilegt hefði komið fram við þá úttekt hefði Runólfur getað setið í embætti áfram.En ef í ljós hefði komið,að Runólfur hefði notið óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu,betri en almenningur og fengið miklar afskriftir  lána þá hefði hann átt að víkja.En þessi úttekt lá ekki fyrir í gær.Runólfur virðist hafa stofnað eignarhaldsfélag,sem fékk 200 milljóna kr. lán til hlutabréfakaupa. Hann lagði 100 milljónir kr. af eigin fé til kaupanna.Runólfur seldi eignarhaldsfélagið. Ekkert hefur enn verið afskrifað af  skuldum eignarhaldsfélagsins og félagið ekki verið lýst gjaldþrota. Hins vegar eru hlutabréfin verðlaus.Miðað við þessar staðreyndir þurfti Runólfur ekki að segja af sér í gær.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband