Settur umboðsmaður skuldara tímabundið

Ingi Valur Jóhannsson, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, hefur verið settur umboðsmaður skuldara. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, Árna Páls Árnasonar, staðfesti þetta í samtali við mbl.is Runólfur Ágústsson, nýráðinn umboðsmaður skuldara, sagði af sér í gærkvöldi.

Ingi Valur var áður formaður Ráðgjafastofu heimilanna en hann er ráðinn umboðsmaður skuldara tímabundið á meðan unnið er að því að ráða í starfið til frambúðar. 

Anna Sigrún segir að nú þurfi að skoða það í stjórnsýslulegu tilliti hvort auglýsa þarf á ný eða ræða við aðra umsækjendur um starfið sem metnir voru hæfir á sínum tíma.
(mbl.is)

Það er vel ráðið að setja Inga Val Jóhannsson deildarstjóra í félagsmálaráðuneytinu tímabundið í embætti umboðsmanns skuldara. Mál þetta er  allt hið mesta klúður. Ekki liggur ljóst fyrir hvort auglýsa þurfi stöðuna á ný.Sigurður Líndal telur að þess þurfi. En mér finnst,að eðlilegast væri úr því sem komið er að skipa Ástu Sigrúnu fyrrum forstöðumann Ráðgjafarstofu heimilanna í embætti umboðsmanns skuldara. Hún var talin hæf ásamt Runólfi Ágústssyni og því liggut beint við að skipa hana.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband