Slitastjórn Kaupþings stefnir starfsmönnum vegna hlutabréfaskulda

Slitastjórn Kaupþings hefur stefnt um 80 starfsmönnum bankans til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnarinnar, segir í samtali við blaðið að lán stærsta hlutans hafi verið tiltölulega lág, 15 miljónir króna eða minna. Síðan séu þeir sem mestu réðu um hvert bankinn fór á endanum með mun hærri fjárhæðir.

Hann segir að stefnurnar hafi verið birtar um mánaðamótin júní-júlí en réttarhléið svo notað til að leysa málin og semja um greiðslur án atbeina dómstóla. Annars verði málin þingfest í haust. Sumir af stærri aðilunum hafi ekki viljað semja. Slitastjórnin tilkynnti í maí að niðurfellingu persónulegra ábyrgða vegna lánanna hefði verið rift. Heildarfjárhæð lánanna nemur hátt í 32 milljörðum króna. Þar af eru tæpir 15 milljarðar með persónulegri ábyrgð.(ruv.is)

Lánveitingar Kaupþings til starfsmanna sinna vegna hlutabréfakaupa gengu langt úr hófi fram enda heildarfjárhæðin 32 milljarðar. Það var alveg siðlaust að fella niður persónulegar ábyrgðir vegna lánanna eins og bankinn gerði og eðlilegt að þeirri niðurfellingu yrði rift.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband