Ásta Sigrúnj skipuð umboðsmaður skuldara

Félagsmálaráðherra skipaði í morgun Ástu S. Helgadóttur í embætti umboðsmanns skuldara. Ásta hefur störf mánudaginn 9. ágúst.

Runólfur Ágústsson sagði upp sem umboðsmaður eftir umdeilda ráðningu hans í starfið. Ásta hafði verið metin næst hæfust, á eftir Runólfi.

Í kjölfar þess að Runólfur var skipaður óskaði Ásta, sem er fyrrverandi forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, eftir skriflegum rökstuðningi fyrir ákvörðuninni og öllum gögnum er vörðuðu skipunina. Sá rökstuðningur var birtur í gær, eftir að Runólfur hafði sagt upp.(visir.is)

Eftir að Runólfur Ágústsson sagði af sér tel ég,að eðlilegt og sjálfsagt hafi verið  að skipa Ástu Sigrúnu í embættið.Hún hefur mikla reynslu af sambærilegum störfum hjá ráðgjafarstofu heimilanna og reynsla hennar þaðan mun áreiðanlega koma að góðum notum í nýja embættinu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband