Formaður LÍÚ vill ljúka viðræðum við ESB

LÍÚ, Landssamband íslenskra útvegsmanna, vill ekki að aðildarumsókn íslands að ESB verði dregin til baka, heldur ná eins góðum samningi og kostur er. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag að LÍÚ hafi tekið þátt í sjávarútvegshópi vegna umsóknarinnar og telji nauðsynlegt að aðildarviðræðurnar gangi alla leið.

Hann sagði að markmiðið væri að gera eins góðan samning fyrir Íslands hönd og mögulegt væri. Lykilatirði væri að ná fram ítrustu kröfum.(visir.is)

Þetta er ábyrg afstaða hjá formanni LÍÚ. Hann vill ljúka viðræðum við ESB.Auðvitað á að sjá hvað unnt er að ná góðum samningi við ESB og síðan á að leggja þann samning fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband