Fimmtudagur, 5. ágúst 2010
Talað eins og vindurinn blæs
Guðfríður Lilja formaður þingflokks VG segir,að ráðning Runólfs Ágústssonar í embætti umboðsmanna skuldara hafi verið pólitísk.Þetta segir hún enda þótt fyrir liggi,að hlutlaus ráðningarstofa framkvæmdi hæfnismat á umsækjendum og komst að þeirri niðurstöðu að Runólfur væri hæfastur.Það sem hún hlýtur því eð meina er það,að þeir sem starfa í stjórnmálaflokkunum megi ekki sækja um embætti hjá hinu opinbera.Ráðning þeirra verði alltaf talin pólitísk. Þetta er auðvitað fráleitt sjónarmið.Auðvitað eiga þeir sem starfa í stjórnmálaflokkum að hafa sama rétt og aðrir til þess að sækja um embætti.En þeir eiga ekki að hafa forgang. Þess vegna var það hárrétt hjá félagsmálaráðherra að láta hlutlausan aðila framkvæma hæfnismat. En það dugði ekki Guðfríði Lilju. Var hún ef til vill að tala eins og vindurinn blæs í augnablikinu?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.