Mánudagur, 9. ágúst 2010
Skemmtilegt fjölskyldumót
Fjölskylda mín hélt skemmtilegt og fjölsótt mót um síðustu helgi.Mótið var haldið að Miðhúsum í Skeiða-og Gnúpverjahreppi,skammt frá Þjórsá.Við hjónin sóttum mótið svo og 5 synir okkar og makar,þ.e. allir þeir sem búsettir eru á Íslandi en einn sonur okkar,Björgvin,býr í Finnlandi.Mótið var haldið í sumarbústað,sem Hilmar sonur okkar og Sjöfn kona hans eiga ásamt 2 öðrum fjölskyldum en einnig höfðum við til umráða gistiheimilið Nonnahús.Mótið tókst vel,grillað var saman,farið í leiki ,sungið og spjallað.Samveran skiptir mestu máli.Mjög fallegt er að Miðhúsum við Þjórsá.Einnig var haldin afmælisveisla Ástrósar Hilmarsdóttur en hún átti 13 ára afmæli.Sem sagt:Mjög skemmtilegt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.