Mánudagur, 9. ágúst 2010
Styttan af Gísla Halldórssyni flutt
Styttan af Gísla Halldórssyni heiðursforseta ÍSÍ hefur nú verið færð og er nú fyrir framan Íþróttamiðstöðina í Laugardal. Í tilkynningu frá ÍSÍ kemur fram að færslan á styttunni hafi það í för með sér að nú sé hún aðgengilegri og sjáanlegri öllum þeim sem í miðstöðina koma. Gísli var forseti Íþróttasambands Íslands í átján ár og sat í Ólympíunefnd Íslands í 32 ár, þar af sem formaður í 24 ár. Hann var gerður að heiðursforseta Íþróttasambands Íslands nítján hundruð og áttatíu. Styttan af Gísla var afhjúpuð í Laugardalnum árið 1986 (.ruv.is)
Gísli Halldórsson vann mjög gott starf í íÞróttahreyfingunni og í borgarstjórn Reykjavíkur.Ég átti þess kost að vinna nokkuð með honum og fannst mjög gott að vinna með honum. Gísli var mjög hreinskiptinn og heiðarlegur í öllu samstarfi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.