Mánudagur, 9. ágúst 2010
Góðar horfur í efnahagsmálum
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri var gestur í kastljósi í kvöld.Hann sagði,að sennilega værum við búin að ná botninum í efnahagsmálum,kreppunni,og farin að síga upp á við. Örlítill hagvöxtur væri byrjaður,verðbólgan lækkaði ört og yrði væntanlega á verðbólgumarkmiðum Seðlabankans um áramót.Vextir færu lækkandi og mundu halda áfram að lækka.Krónan væri að styrkjast. Gjaldeyrisvarasjóður Seðlabankans hefði aukist mikið. Seðlabankastjóri taldi jafnvel mögulegt að byrja afnám gjaldeyrishafta enda þótt ekki væri búið að leysa Icesave deiluna,ef deilan væri í ferli.Það færi þó eftir horfum varðandi "erlendu" gjaldeyrislánin.Seðlabankastjóri var mjög jákvæður varðandi þróun efnahagsmála að mínu mati.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skil ekki hvernig eitthvað getur sigið upp! Það gæti kannski stigið? Ert þú jafn bjartsýnn um þróun efnahagsmála og Bleðlasankastjórinn? Líka fyrir hönd okkar gamlingjanna?
Mbkv.
Sigurður Hreiðar, 9.8.2010 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.