Ástandið verra en hjá svörtustu afturhaldsstjórnum,!

Hinn 1.júlí 2009 fengu launþegar með laun 220 þús. á mánuði og lægra 6750 kr. kauphækkun.Aldraðir fengu þá enga hækkun,heldur kjaraskerðingu.1.nóvember á sama ári fékk sami hópur launþega á ný jafnmikla kauphækkun,þ.e. 6750 kr. á mánuði. Aldraðir fengu þá enga hækkun.1.janúar á þessu ári fengu launþegar  2,5% kauphækkun eða 3962 kr. á mánuði.Aldraðir fengu enga hækkun.Og 1.júní sl. fengu launþegar,sami hópur, 6500 kr. kauphækkun á mánuði. Aldraðir fengu enga  hækkun.Alls hafa launþegar fengið kr. 23.962 í kauphækkun á þessu rúma ári eða 16,5 % en aldraðir og öryrkjar hafa enga hækkun fengið á þessu tímabili.Framkoma svokallaðrar  félagshyggjustjórnar við lífeyrisþega á þessu tímabili er verri en hjá svörtustu afturhaldsstjórnum,sem setið  hafa á síðustu áratugum.Meira að segja íhaldið lét lífeyrisþega alltaf fá einhverja hækkun á lífeyri  í kjölfar kauphækkana verkafólks. En núverandi ríkisstjórn með Árna Pál Árnason í broddi fylkingar hefur aflagt þá venju.Ríkisstjórnin fer skrítnar leiðir í því að framkvæma hér norrænt velferðarsamfélag. Undir stjórn Árna Páls erum við stöðugt að fjarlægjast þetta samfélag.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er skelfilegt að sjá þessar tölur og hvað þið eldra fólkið eruð hundsuð og smánuð af þessari "Norrænu velferðar ríkisstjórn" Með sjálfa félagsmálaráðherrann Árna Pál Árnason í broddi fylkingar eins og þú segir.

Hvar eru nú samtök ykkar eldri fólks og hvar er þessi Samfylkingar öldrunarklúbbur "Plús 60" eða hvað hann nú hét.

Var hann bara stofnaður og skráður til að sýnast í fjölmiðlunum svona rétt fyrir kosningar og svo að léttara væri að smala þessu liði inní rútur á kosningadaginn og láta það kjósa svo þetta lið eins og Árna Pál yfir sig sem fer svo svona sviksamlega að ráði sínu.

Ég bara spyr. Gott að þú hefur einurð og kjark til þess að sýna fram á þetta hróplega ranglæti sem þið eldra fólkið eruð beitt.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 09:59

2 identicon

Ánægjulegt að sjá að þú ert nú búinn að sjá að fullu innrætið hjá ÁPÁ í starfi félagsmálaráðherra.

Eins og ég hef sagt við þig áður voru þeir sem reyndu að setja einhvern í einelti í gamla daga kallaðir drullusokkar.  Það er deginum ljósara að þessi ágæti Samfylkingarmaður er með aldraða í einelti, og þá hvað.

BBM

Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 10:13

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Já Björgvin thetta er til skammar og engum vinstrimanni til sóma hvernig ríkisstjórnin kemur fram vid eldri borgara og öryrkja. Eg sem ordinn er eldri borgari og allt mitt líf hefi ég fylgt theim sem eru á vinstrikantinum í pólitíkinni,  hugleidi af alvöru ad snúa mér annad næst thegar kosid verdur.  Kvedja og thökk fyrir margan gódan pistilinn.

Þorkell Sigurjónsson, 10.8.2010 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband