Íslendingar ferðast meira á ný

Ýmis merki þess,að kreppan sé búin sjást nú.T.d. er það áberandi,að Íslendingar ferðast meira á ný,bæði til útlanda og hér innan lands.Ferðalög,einkum til útlanda,eru merki þess,að fólk hafi peninga milli handanna.Vonandi gætir fólk þess þó nú, þegar kreppan er að kveðja okkur,að eyða ekki um, efni fram.Það,sem er einkum enn að er atvinnuleysið og skuldavandi margra heimila vegna íbúðalána.Atvinnuleysið hefur þó minnkað í sumar,m.a.vegna aukinna viðhaldsverkefna,m.a. hjá Reykjavíkurborg.Hætt er þó við því að atvinnuleysið aukist á ný í haust eða byrjun vetrar.Skuldavandi heimilanna er enn ekki leystur. Ríkisstjórnin þarf að gera frekari ráðstafanir til lausnar honum.Þá  þarf að gera róttækar ráðstafanir til atvinnuaukningar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband