Þriðjudagur, 10. ágúst 2010
Spaugstofan hættir
Spaugstofan verður ekki áfram á dagskrá Sjónvarpsins í haust vegna
boðaðs niðurskurðar stjórnvalda á tekjum RÚV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Páli Magnússyni útvarpsstjóra á vef RÚV. Karl Ágúst Úlfsson einn meðlima Spaugstofunnar segir að það hafi legið í loftinu í nokkurn tíma að þátturinn yrði lagður niður. Hann er staddur erlendis og fékk fréttirnir í hádeginu.
Spaugstofan hefur hefur verið á dagskrá Sjónvarpsins í rúm 20 ár. Ég kveð þetta fyrirbæri með söknuði því þetta er búið að vera ánægjulegur tími. Ég er mjög stoltur af Spaugstofunni og mér finnst hún hafa staðið sig fjandi vel þessi rúmu 20 ár sem við höfum verið með þættina," segir Karl og bætir við að við þáttinn hafi starfað ákaflega hæft starfsfólk.
Karl segist hafa viljað vita af þessari ákvörðun með mun meiri fyrirvara. Ég hefði gjarnan viljað kveðja áhorfendur okkar með einhverjum hætti."
Aðspurður hvað taki nú við segir Karl: Ég verð að leika í Harry og Heimi í Borgarleikhúsinu. Eins eru við Siggi Sigurjóns að vinna að nýrri leikgerð um gömlu sjóræningjasöguna um Gulleyjuna. Þannig að það er alltaf eitthvað sem tekur við. Lífið heldur sem betur fer áfram."
(visir.is)
Það verður eftirsjá af Spaugstofunni. Hún hefur verið mjög skemmtileg og alltaf tekist að koma með nýtt og nýtt efni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.