Ræða um að taka sparifé sitt út úr bönkunum

Eldri borgarar eru mjög óánægðir  með það,að tryggingabætur þeirra skuli vera stórskertar vegna örlítils sparifés,sem þeir eiga í bönkunum.Fyrst voru kjör eldri borgara skert 1.júlí í fyrra.Síðan voru eldri borgarar sviptir kjarabótum,sem þeir áttu rétt á  (16,5%) og að lokum eru tryggingabætur rifnar af eldri borgurum vegna fjármagnstekna.Margir eldri borgarar fengu bakreikning upp á mörg hundruð þúsund krónur.Þetta gengur ekki. Það verður að afnema tekjutengingarnar. Ekki gengur að refsa mönnum fyrir  að  leggja örlítið fyrir til elliáranna.Óánægja eldri borgara hefur aukist að undanförnun og margir þeirra vilja bindast samtökum um að taka sparifé sitt út úr bönkunum.Aðrir vilja stofna stjórnmálaflokk og bjóða fram við næstu kosningar.Eldri borgarar vilja aðgerðir.Þeir telja sig ekki geta setið aðgerðarlausir lengur.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband